Spurt & svarað

Hér að neðan finnur þú svör við algengum spurningum varða búslóðaflutninga.

Vinsamlegast gefðu þér tíma í að lesa yfir spurningarnar og svörin hér að neðan, þau gætu reynst mjög hjálpleg.

Hvenær á ég að biðja um tilboð í flutninginn?

Það er mikilvægt að láta það ekki dragast of lengi. Við mælum með að þú hafir samband með góðum fyrirvara, að minnsta kosti mánuði fyrir flutninginn. Það gefur okkur góðan tíma til að meta búslóðina og að leita tilboða hjá erlendum búslóðaflutningafyrirtækjum sem myndu sjá um að afhenda búslóðina.
En þó að fyrirvarinn sé minni þá munum við að sjálfsögðu þjónusta þig og gera það eftir bestu getu.

Hvernig er kostnaðurinn vegna búslóðaflutninga reiknaður?

Kostnaður vegna búslóðaflutninga er reiknaður út frá rúmmetrastærð. Til að fá sem nákvæmasta mynd af stærð búslóðar kemur starfsmaður á heimilið og metur stærð búslóðarinnar og tilboðið er útbúið samkvæmt því.

Hvað er innifalið í tilboðinu?

Engir tveir búslóðaflutningar eru eins.Við reynum því að sníða hvern flutning eftir þínum þörfum.
Stærstu hlutirnir eru þó alltaf innifaldir:

 • Pökkunarefni
 • Pökkun á öllum búslóðamunum framkvæmd af þjálfuðum og reyndum starfsmönnum okkar.
 • Keyrsla á búslóð frá heimili að höfn
 • Hleðsla í gám / trékassa / pallettu
 • Öll tollskjalagerð, hvort sem það er í útflutnings- eða innflutningslandi
 • Greiðsla á öllum hafnargjöldum
 • Keyrsla á búslóð frá höfn að heimili innan 30 kílómetra frá höfn
 • Afhending og afpökkun á búslóð og allt pökkunarefni fjarlægt sama dag og afhending fer fram

Innflutningsgjöld og skattar eru aldrei innifalin í tilboðinu né geymsla á búslóð sé þess þörf.

Ef að einhverjar spurningar vakna vegna þessa þá munu starfsmenn okkar hjálpa þér.

Með hversu góðum fyrirvara á ég að bóka dagsetningu fyrir flutninginn?

Helst með góðum fyrirvara, að sjálfsögðu. En við höfum fullan skilning á því að oft geta flutningar komið upp með litlum fyrirvara eða breytingar orðið á dagsetningum og við gerum að sjálfsögðu allt sem við getum til að geta uppfyllt óskir þínar varðandi dagsetningu á flutningnum.

Bjóða Pökkun & Flutningar upp á tryggingu búslóðar í flutningi?

Starfsmenn Pökkun&Flutninga munu alltaf pakka búslóð þinni á fagmannlegan og öruggan hátt. Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að búslóðin þín mun ferðast í skipi, flugvél, trukki eða öðrum flutningaförum og það hefur í för með sér ákveðna áhættu á því að eitthvað geti skemmst.

Trygging er ekki innifalin í því tilboði sem við gerum í búslóðaflutninginn. En við bjóðum uppá tryggingu fyrir búslóðir í flutningi á mjög sanngjörnum kjörum sem tryggir búslóð þína fyrir skemmdum upp að því marki sem þér hugnast.

Endilega hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um þær tryggingar sem við bjóðum upp á.

Eru bannað að flytja einhverja hluti?

Hvert land er með sínar eigin reglur en við mælum með því að eftirfarandi hlutum verði ekki í sendingunni:

 • Áfengi
 • Skotvopn og skotfæri
 • Hættuleg efni og hlutir (t.d. lím, ammoníak, klór, hreinsiefni, sótthreinsiefni, litarefni, eldfim efni, gashylki, skordýraeitur, kvikasilfurshitamælar, metanólmenguð efni, málning)
 • Hlutir búnir til úr dýrum í útrýmingarhættu (uppstoppuð dýr í útrýmingarhættu)
 • Óunnið skinn
 • Plöntur og fræ
 • Klám
 • Hvers konar jarðvegur eða sandur
 • Sverð, spjót og önnur vopn af slíku tagi

Vinsamlegast athugið að þetta er ekki tæmandi listi og starfsmenn okkar geta upplýst ykkur nánar um ólöglega hluti fyrir hvert land fyrir sig.

Þarf ég að undirbúa eitthvað fyrir sjálfan flutningadaginn?

Starfsmenn Pökkun & Flutninga munu sjá um allt sem viðkemur pökkun og flutningi. En áður en þeir mæta á staðinn væri frábært ef þú værir búinn að gera eftirfarandi:

 • Fjarlægja alla hluti sem ekki eiga að fara með
 • Fara vel í gegnum bílskúr, kjallara og háaloft
 • Aftengja og affrysta ísskápa og frystikistur
 • Tæma vatn úr þvottavél
 • Hreinsa vel og vandlega öll útihúsgögn

Vinsamlegast mundu eftir að taka frá alla hluti sem að þú ætlar að taka með þér þegar þú ferðast, svo sem vegabréf, flugmiða, mikilvæg skjöl, skartgripi, önnur verðmæti og ferðatöskur.

Sjá starfsmenn Pökkun & Flutninga um pökkun og afpökkun á öllum búslóðamunum?

Starfsmenn Pökkun & Flutninga sjá um að pakka öllum þínum búslóðamunum vel og vandlega áður en þeir fara af stað. Starfsmennirnir okkar eru vel þjálfaðir og munu sjá til þess að búslóðarmunir þínir eru vel varðir og öruggir í gegnum allt það ferli sem á sér vegna flutninganna.

Þegar kemur að því að afhenda búslóðina í nýju landi munu samstarfsaðilar okkar sjá um það. Pökkun & Flutningar hefur verið starfrækt í meira en 30 ár og á þeim tíma erum við búnir að koma okkur upp mjög sterku tengslaneti um allan heim og fjöldanum öllum af traustum samstarfsaðilum sem sérhæfa sig í búslóðaflutningum. Einn af þessum traustu samstarfsaðilum mun sjá um innburð og afpökkun á búslóðinni á nýja heimilinu. Hann mun einnig fjarlægja allt pökkunarefni og rusl sama dag og afhendingin á sér stað.

Bjóða Pökkun & Flutningar upp á geymslu búslóða?

Pökkun & Flutningar bjóða upp á geymslu búslóða í upphituðu húsnæði. Geymsluhúsnæðið okkar er útbúið fullkomnu þjófavarnar- og brunavarnarkerfi.

Ef að þú óskar eftir því að sendingin þín fari úr landi en nýja heimilið er ekki tilbúið þá bjóða flestallir samstarfsaðilar okkar upp á fullkomnar búslóðageymslur. Endilega láttu okkur vita af því og við aðstoðum þig.

Hvað gerist þegar búslóðin mín kemur á áfangastað?

Áður en þú yfirgefur landið þá munum við upplýsa þig um áætlaðan komutíma og það fyrirtæki sem mun sjá um búslóðina þína þegar hún kemur á áfangastað.
Fyrirtækið mun síðan hafa samband þegar búslóðin nálgast áfangastað. Starfsmaður fyrirtækisins mun sjá um alla tollapappíra fyrir þig í nýja landinu, ræða við þig um afhendingardagsetningu og aðstoða þig við hvaðeina annað sem þú þarfnast hjálp með.

Þarf ég að vera í viðkomandi landi þegar búslóðin mín er tollafgreidd?

Mörg lönd krefjast þess að þú sért viðstaddur þegar búslóð þín er tollafgreidd en það er mismunandi eftir löndum.
Starfsmenn okkar geta upplýst þig um reglur þess lands sem að þú ert að flytja til.