Búslóðaflutningar innanlands

Við erum með meira en 30 ára reynslu af búslóðaflutningum og við vitum hvað krefst til að koma búslóðinni frá einum stað á annan á sem þægilegastan og öruggastan hátt.

Við erum með okkar eigin bíla sem henta vel til búslóðaflutninga og starfsmennirnir eru sérhæfðir í pökkun og flutningi á búslóðum. Starfsmennirnir okkar hafa hlotið sérstaka þjálfun til að geta framkvæmt pakkanir á öllu því sem viðkemur búslóðaflutningum, hvort sem það er pökkun á listaverkum, píanóum eða öðru slíku.

Viðskiptavinurinn hefur að sjálfsögðu val um það hversu mikla þjónustu hann vill fá. Við getum séð um allt, pökkun, flutning og upppökkun á nýja staðnum. Eins getur viðskiptavinurinn óskað þess að við sjáum einungis um útburð, flutning milli staða og/eða innburð á nýja staðnum.

Hafðu samband til að fá verðtilboð. Vinsamlegast notaðu reiknivélina hér til hliðar til að styðjast við.