Flutningaþjónusta

Pökkun & Flutningar bjóða upp á mikið úrval af pökkunar- og flutningaþjónustu, allt frá pökkun og frágangi af einstökum hlutum, t.d. húsgögnum eða málverkum, til pökkunar og flutnings á heilum búslóðum frá gamla heimilinu að því nýja, hvort sem það er innanlands eða utan. Starfsmenn okkar hafa mikla þekkingu og reynslu þegar það kemur að pökkun og flutningi á einstökum hlutum og heilum búslóðum. Búslóðin þín er með því verðmætara sem þú átt og því er tilvalið að láta fagmenn sjá um verkið þegar það kemur að flutningum.