Pökkun & Flutningar ehf. var stofnað árið 1981. Við sérhæfum okkur í flutningi og geymslu á búslóðum, jafnt innanlands sem utan.
Í byrjun nóvember árið 1981 var fyrirtækið Pökkun & Flutningar ehf. stofnað. Fyrstu tvö árin voru helstu verkefni fyrirtækisins tengd erlendum sendiráðum og einstaklingum og fyrirtækjum í Reykjavík. Árið 1983 hóf fyrirtækið að þjónusta Varnarliðið í Keflavík og hélt áfram að gera það með miklum sóma til ársins 2006 þegar Varnarliðið í Keflavík var lagt niður. Fyrirtækið hefur alla tíð þjónustað önnur fyrirtæki og einstaklinga og eftir brottför Varnarliðsins er sú þjónusta í algjöru aðalhlutverki hjá fyrirtækinu.
Pökkun & Flutningar hefur rúmlega þriggja áratuga reynslu í pökkun og flutningi á búslóðum bæði innanlands og utan. Í innanlandsflutningum sjá okkar starfsmenn um flutninginn alla leið en þegar kemur að flutningum utanlands þá höfum við samband við einhvern af mörgum samstarfsaðilum okkar erlendis og fáum þá til að aðstoða okkur, hvort sem það er afhending eða pökkun á búslóð.