Búslóðaflutningar erlendis frá hurð til hurðar

Okkar aðalsmerki eru búslóðarflutningar erlendis. Við erum með mjög stórt tengslanet um allan heim sem gerir okkur kleift að sjá um flutninga frá hurð til hurðar (e. Door to Door). Það þýðir það að viðskiptavinurinn þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu, við sjáum um pökkun á búslóðinni, flutninginn milli landa og alla pappírsvinnu sem viðkemur flutningunum. Síðan sjá samstarfsaðilar okkar erlendis um að koma búslóðinni til heimilis í nýju landi. Samstarfsaðilar okkar erlendis sérhæfa sig einnig í búslóðarflutningum þannig að búslóðin er í mjög góðum höndum alla leið!

Grunnurinn að vel heppnuðum búslóðarflutningum á milli landa er góð skipulagning og mikil þekking á hinum ýmsum reglum og venjum sem snúa að innflutningi búslóðar viðkomandi lands. Pökkun & Flutningar hafa verið í þessum geira í rúmlega 30 ár og við höfum gríðarlega reynslu og þekkingu þegar kemur að millilandaflutningum.

Starfsmenn okkar eru vel þjálfaðir í því að pakka hlutunum vel og örugglega inn og hafa mikla þekkingu þegar það kemur að hleðslu í gám eða trékassa sem gerir það að verkum að líkur á skemmdum verða minni.

Okkar metnaður liggur í því að gera flutninginn á búslóðarmunum viðskiptavinarins eins auðveldan og þægilegan og hægt er sama hversu stór búslóðin er og hvert hún er að fara. Það getur verið nógu erfitt að flytja til nýs lands, af hverju ekki að fá okkur til að gera það örlítið auðveldara?

Hafðu samband til að fá verðtilboð. Vinsamlegast notaðu reiknivélina hér til hliðar til að styðjast við.